Fyrir leigubílstjóra

Bifreiðar frá Mercedes-Benz búa yfir hámarks þægindum fyrir bílstjóra og farþega. Þeir eru umhverfismildir, sparneytnir og ríkulegur útbúnaður tryggir öryggi og ánægjulegan akstur. Um leið og þú sest inn í Mercedes-Benz uppgötvarðu að þú ert á sérstökum stað sem gerir þér auðvelt að njóta þæginda og líða vel. Láttu fara vel um þig og þína.

Kynntu þér bílana og hafðu samband við okkur fyrir nánari upplýsingar um útbúnað og sérstök kjör til leigubílstjóra.B-Class.

B-Class er einkar hentugur bíll í leigubílaakstur sem hefur gefið góða raun og er talsvert nýttur erlendis sem slíkur. Dyrnar opnast vel og aðgengi og höfuðrými er til prýði. B-Class er léttur og lipur bíll í miðlungsstærð og er vel að sér hvort sem er í innanbæjarakstri eða lengri ferðir.

Afl : 136 hp / 300Nm
Eyðsla : 4,5-4,2 l/100km

Verð til leigubílstjóra með niðurfellingu frá: 3.760.000 kr.

Nánar um B-Class

B-Class

C-Class.

Sportlegur og eyðslugrannur eðalvagn með akstursánægju í hámarki. Þannig er C-Class best lýst. C-Class hefur vaxið í vinsældum með hverju árinu, það er ekki að undra. Ytri hlutföll C-Class sameina bæði fágun og sportleg einkenni á nútímalegan máta.

Afl : 170 hp / 400 Nm
Eyðsla : 4,2 l/100km

Verð til leigubílstjóra með niðurfellingu frá: 5.060.000 kr.

Nánar um C-Class

E-Class.

E-Class hefur vakið mikla athygli fyrir glæsilega hönnun og einstaka aksturseiginleika. Hann er stærri og rúmbetri en forverinn og fer einstaklega vel um bílstjóra og farþega. Hann kemur með nýja, sparneytnari og öflugri vél ásamt 9 gíra sjálfskiptingu. E-Class er sigurvegari í sparaksturskeppni Atlantsolíu 2016 í sínum flokki með 4,4 l/100km frá Reykjavík til Akureyrar.

Afl : 194 hp / 400Nm
Eyðsla : 4,3-3,9 l/100km

Verð til leigubílstjóra með niðurfellingu frá: 5.860.000 kr.

Nánar um E-Class

E-Class All Terrain.

Nýja All Terrain útfærslan sem var kynnt frá Daimler sl. haust í staðinn fyrir E-Class Estate hefur vakið mikla lukku með fjórhjóladrifinu, avantgarde innréttingar- og útlitspakkanum, voldugum 19“ álfelgunum og mjúkri loftpúðafjöðruninni. All Terrain er væntanlegur til Íslands seinni hluta maí.

Afl : 194 hp / 400 Nm
Eyðsla : 5,3-5,2 l/100km

Verð til leigubílstjóra með niðurfellingu frá: 6.780.000 kr.

Nánar um E-Class All Terrain

GLE.

Nýi GLE bíllinn býður upp á fágaðan lúxus. Nóg pláss er í bílnum, nóg afl er undir húddinu. Þú leggur af stað inn í hvern dag með öryggið og ferðafrelsið í fyrirrúmi.

Afl: 204hp / 500 Nm
Eyðsla: 5,9-5,7 l/100km

Verð til leigubílstjóra með niðurfellingu frá: 6.730.000 kr.

Nánar um GLE

S-Class.

Kynslóðum saman þá hefur S-Class verið auðþekkjanlegur. Ekki einungis fyrir tímalausa hönnun, heldur einnig sem kristalskúla sem segir okkur frá hönnun og útbúnaði bíla framtíðarinnnar. Voldugur og tignarlegur en einnig rennilegur, fágaður og lipur. S-Class stendur upp úr í hvaða hóp sem er enda er S-Class skrefi ofar.

Afl: 282hp
Eyðsla: 5,7-,5 l/100km

Verð til leigubílstjóra með niðurfellingu frá: 11.470.000 kr. S 350d 4MATIC long

Nánar um S-Class

V-Class.

Komdu um borð og þú munt njóta hverrar mínútu í V-Class. Aksturseiginleikarnir sameina lipurð og þægindi. Farþegar upplifa meira öryggi, aukið rými og gæði. V-Class gerir gott enn betra þar sem nútímahönnun að innan sem utan undirstrikar fágun og gæði Mercedes-Benz. V-Class hentar sérstaklega vel til fólksflutninga.

Afl: 136 HP
Eyðsla: 5,5-8,6 l/100km

Verð til leigubílstjóra með niðurfellingu frá: 5.870.000 kr.

Nánar um V-Class

4 MATIC.

Allir bílar Mercedes-Benz eru fáanlegir með 4MATIC aldrifskerfi. Sítengda 4MATIC aldrifskerfið stuðlar að auknu akstursöryggi í rigningu, ísingu, snjókomu og á slæmum vegum. Í stað hefðbundinnar mismunadrifslæsingar styðst nýjasta kynslóð Mercedes-Benz 4MATIC við rafeindastýrða læsingu sem er fullkomlega samhæfð bílnum.

Nánar um 4MATIC